Æskan og skógurinn
Hönnun og umbrot á bókinni Æskan og skógurinn – leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga sem Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson tóku saman.
Nánar um verkefnið
Þetta verkefni fól í sér umbrot á bókinni Æskan og skógurinn – leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga sem Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson tóku saman. Samhliða því var bókarkápa hönnuð.
Hönnun á bókarkápu
Hér var farin sú leið að hanna stílhreina en grípandi forsíðu í Illustrator, sem samanstendur af látlausri en lýsandi teikningu og áberandi letri, til að grípa augað.
Á baksíðu var unnið áfram með þá hugmynd. Auk þess voru þar birtar tvítóna ljósmyndir af höfundum.
Ljósmyndir voru unnar í Photoshop.
Umbrot
Innsíður voru unnar í Inesign. Markhópurinn eru krakkar á unglingastigi og því var ýmsum aðferðum beitt til að fanga og halda athygli þeirra. Án þess þó að það trufli lesendur eða lestur.
Má þar nefna fróðleiksmola þar sem dregnar vorru fram ýmsar áhugaverðar staðreyndir í textanum.
Þá eru myndir, ljósmyndir og / eða „bitmap“ myndir, á hverri einustu opnu sem bæði styðja við textann og brjóta hann upp, ásamt því að gleðja augað, allar unnar í Photoshop.
Allt var þetta gert með það fyrir augum að halda ungum lesendunum við efnið.
Prentað eintak
Loks var bók og bókarkápa prentuð út beggja vegna á pappír, brotin, hreinskorin og gormuð.
Pappír: kápa fyrir gormun, þar varð fyrir valinu pappír af gerðinni 250 gr Premium Silk. 170 gr Premium Silk varð fyrir valinu fyrir kápu fyrir kilju. 130 gr Premium Silk notað fyrir innsíður.
Issuu útgáfu af bókinni var einnig skilað.