Fyrirtækjapakki
Auglýsingaherferð fyrir ímyndað hollustu-fyrirtæki, Namm, keyrð áfram á slagorðinu Náttúrulega gott, til að kynna til sögunnar nýjan stað sem fyrirtækið „hefur opnað“ í Reykjavík.
Lógó og brandbók
Ég byrjaði að upphugsa nafn á fyrirtækið. Eftir svolitla hugmyndavinnu varð loks fyrir valinu skemmtilegt og nokkuð lýsandi íslenskt orð, namm.
Lógóið spratt upp úr heiti fyrirtækisins. Með vinnslu í Illustrator og smá breytingu lítur bókstafurinn a út eins og skeið og matarskál. Næsta skref var að setja utan um heiti fyrirtækisins hring sem minnir líka á skál. Að viðbættu hafratákni minnir lógóið í aðra rönd á broskall, sem sleikir út um.
Fyrir valinu urðu svo glaðlegir litir sem kalla á athygli. Annars vegar gulbrúnn og hins vegar rauður sem er að auki gjarnan tengdur við ástríðu, orku og þrótt sem hæfir ímynd fyrirtækisins.
Í brandbók má finna ýmsar útgáfur af lógóinu.
Auglýsingar og veggspjald
Ég hannaði tvennskonar dagblaðaauglýsingar og veggspjald í InDesign, þar sem einfaldleikinn er hafður að leiðarljósi.
Samræmi er á milli veggspjalds og dagblaðaauglýsinga. Sama mynd, unnin í Photoshop, er notuð, sama leturgerðin Century Gothic og keyrt á sama slagorði, þ.e. Náttúrulega gott.
A4 bæklingur
Auglýsingaherferðin samanstendur líka af tveimur bæklingum.
Hér má sjá A4 bækling, sem er unninn í InDesign og hugsaður fyrir almenning.
Á forsíðu bæði A4 bæklings og A5 bæklinga er notuð sama ljósmynd og í öðrum prentgripum í herferðinni.
Á forsíðu A4 bæklings stendur. „Kíkið í heimsókn. Opnunartilboð í desember“. M.ö.o. eru viðskiptavinir hvattir til að reka inn nefið á nýjum stað fyrirtækisins í Faxafeni 11. Auglýst opnunartilboð eru hugsuð sem gulrót.
A4 bæklingurinn inniheldur helstu upplýsingar um fyrirtækið, vörur þess, þjónustu og hugmyndafræði, auk þess sem tilboð fyrir viðskiptavini er útlistuð.
A5 bæklingur
A5 bæklingur er unninn í InDesign og er hugsaður fyrir birgja og samstarfsaðila.
Framan á A5 bæklingi stendur: „Nýtt fyrirtæki á markaði. Sóknarfæri í viðskiptum“. Til að undirstrika ávinninginn sem fyrirtæki gætu haft af því að selja vörur sínar hjá fyrirtækinu.
Í A5 bæklingum kemur fram stutt lýsing á fyrirtækinu og vörum þess og þjónustu, lógó þess er sýnt í öllum útgáfum, greint er frá auglýsingaherferðinni sem fyrirtækið ætlar í og hver áætlaður kostnaður er í tengslum við hana. Kostnaðaráætlun er sett upp í töflu með töflutóli. Lógó er sömuleiðis sett upp í sérstakri töflu. Þá eru markhópurinn útlistaður og samstarfsaðilar tilgreindir og lógó þeirra sýnd.
Á baksíðu A5 bæklings eru allar helstu upplýsingar um fyrirtækið ásamt kennitölu og vasknúmeri.
Frágangur og fleira
Allir gripir voru prentaðir út, veggspjald, dagblaðaauglýsingar og fleira.
Brandbók og bæklingar voru sett á prentforma. A5 og A4 bæklingana voru unnin á prentform með litaborða og hjálparmerkjum.
Brandbók var unnin á prentform með litaborða.
Frágangur (litaskiptingar) prentgripanna í öllum gripum miðast við CMYK prentun fyrir utan A5 bæklinginn fyrir birgja.
Þess má geta að auglýsing var einning unnin fyrir skjámiðil. Hún tekur mið af öðrum gripum í herferðinn. Sömu myndir eru notaðar, sama letur og svo framvegis til að gott samræmi sé á milli einstakra hluta í herferðinni.