Roald Eyvindsson
Grafískur miðlari, blaðamaður og ritstjóri
Sími:
8951339
Email:
Heimilisfang:
Grettisgötu 48b
101 Reykjavík
Um mig
Ég er nýútskrifaður úr Tækniskólanum, þar sem ég hef lagt stund á grafíska miðlun síðastliðin tvö ár og er með góða reynslu af öllum helstum Adobe forritum, þar á meðal Indesign, Illustrator og Photoshop.
Ég er faglegur, iðinn, frjór í hugsun og á auðvelt með að miðla hugmyndum til annarra.
Þar að auki er ég reyndur blaðamaður og ritstjóri með fjölbreytta reynslu í greinaskrifum, hugmyndavinnu og handrita- og auglýsingagerð.
Ég er vanur því að stýra og bera ábyrgð á verkefnum, leiða hópa starfsmanna áfram í verkefnum, vera í samskiptum við samstarfsaðila og samhæfa verkefni og vinnubrögð þeirra og undirmanna minna.
Starfsferill
2021 -
Sjálfstætt starfandi blaðamaður og textasmiður.
2013
Stofnaði fréttamiðilinn GayIceland, www.gayiceland.is, sem er helgaður málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Er búinn að ritstýra honum síðustu 10 ár.
2006 - 2013
Fréttablaðið. Ritstjóri sérblaða og Allt (fylgiblað Fréttablaðsins). Mótaði stefnu blaðanna ásamt meðritstjóra; lagði nýjar og ferskar áherslur og vann náið með blaðamönnum að hugmyndavinnu, öflun efnis og úrvinnslu. Hafði einnig umsjón með útgáfu sérblaða í samvinnu við bæjarfélög, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki.
2013 - 2017
Sjálfstætt starfandi blaðamaður.
2017 - 2021
Birtíngur. Gegndi þar stöðu útgáfustjóra, ritstýrði áður helgarblaðinu Mannlíf, kom að uppbyggingu vefsins mannlif.is, sem var þá í eigu Birtíngs útgáfu og eins að gerð samnefndra sjónvarpsþátta. Þess má geta að blaðið Mannlíf náði góðu flugi og skilaði útgáfufélaginu Birtíngi íslensku blaðamannaverðlaunum í flokknum viðtal ársins 2018.
Menntun
2021 - 2023
Tækniskólinn. Nám í grafískri miðlun.
1998-2001
Háskóli Íslands. Bókmenntafræðingur af hugvísindadeild, B.A.-próf.
1993-1997
Menntaskólinn í Reykjavík. Stúdent af málabraut (Nýmáladeild 1).
2007
Háskólinn í Reykjavík. Áfangar í fjölmiðlafræði.
2001 - 2003
Háskóli Íslands. M.A. í bókmenntafræði.
Af öðru má nefna ritlistarnámskeið við Endurmenntun H.Í. árið 2009.