top of page

Fleiri skólaverkefni

Nokkrar bækur og bæklingar, þar sem reynt er að vekja athygli og höfða með ýmsu móti til væntanlegra lesenda.

Bæklingur

Bæklingur unnin fyrir átaksverkefni, þar sem áhersla er lögð á reiðhjól sem hollari og umhverfisvænni fararkost en bifreiðar.

Keyrt er á einföldu og grípandi slagorði, Umhverfið og heilsuna í forgang, sem er slagorð ímyndaðra samtaka, Hjólum fyrir heilsuna.

Bæklingurinn er hannaður í InDesign fyrir svokallað þríbrot / túristabrot sem lesendur ættu að þekkja enda bæði velþekkt og vinsælt.

Skilaboð, ljósmyndir og texti eru sett fram með stílhreinum en grípandi hætti.

bifold-brochure-mockup-of-a-menu-lying-on-top-of-table-a10319.png
mockup-featuring-a-trifold-brochure-standing-against-a-plain-color-background-1521-el_1.pn

Ljósmyndir eru flestar af glaðlegu fólki og settar inn í hringi, sem vísa í hjól reiðhjóla.

Notast er við grænan, nánar tiltekið, lime-grænan, sem fangar athygli og vekur auk þess hugrenningartengsl við umhverfi og heilsu.

bæklingur prentaður út beggja vegna á pappírinn.

book-mockup-featuring-a-white-wooden-table-and-a-small-plant-m9257-r-el2.png

Bókin Letur

Umbrot í InDesign á nokkrum köflum úr bókinni Letur eftir höfundinn John Gray.

Á forsíðu var valin skemmtilega öðruvísi ljósmynd af andliti manns sem búið er að þekkja með letri. Mynd sem fangar augað og er lýsandi fyrir umfjöllunarefnið.

 

Hér eru ljósmyndir valdar af kostgæfni og þeim komið fyrir á hverri einustu opnu í bókinni, þar sem þær fá gott pláss og er í sumum tilvikum leyft að blæða til að gera bókina aðlaðandi í augum lesenda.

Reynt er að koma letri þannig fyrir að textinn sé þægilegur aflestrar.

mockup-of-an-open-hard-cover-book-on-a-solid-color-surface-853-el.png
mockup-of-a-book-standing-on-three-books-a17398 (1).png

Frásögn sem gerir andlitið fagurt

Bókin Hús feðra minna 1 - Frásögn sem gerir andlitið fagurt eftir höfundinn Jörn Riel hönnuð og brotin um í InDesign, það er að segja nokkrir kaflar úr bókinni.

Á forsíðu er notuð ljósmynd af hrjóstugu landslagi sem er nokkuð lýsandi fyrir það sögusvið sem helstu sögupersónur bókarinnar lifa og hrærast í. Myndin gefur því viss fyrirheit um það sem koma skal.

 

Umbrot er stílhreint. Bitmap-myndir og lýsandi ljósmyndir, bæði svart hvítar myndir og í lit, settar á viðeigandi staði til að styðja við og brjóta upp textann í bókinni.

Þá er litlum vektor-teikningum, hálfgerðum táknum, komið fyrir í upphafi hvers kafla, til að lífga upp á umbrotið.

Myndirnar sem eru notaðar slá ennfremur tóninn því þær gefa vísbendingar um umfjöllunarefni hvers kafla, en þær eru unnar í Photoshop. 

Allt er þetta gert með það fyrir augum að halda lesendunum við efnið, innan þess ramma sem viðfangsefnið býður upp á.

four-books-mockup-standing-on-a-wooden-table-a17418.png

Efst

bottom of page