top of page

Embla

Hönnun, umbrot, tæknilegur frágangur, prentun og bókband á tímariti.

Hugmyndavinna

Tímaritið Embla er sextán síðna einstaklingsverkefni þar sem nemendur í grafískri miðlun láta ljós sitt skína og hluti útkomunnar er síðan valinn og notaður í Ask, sem er stærra tímarit og samstarfsverkefni allra í bekknum. 

 

Gerð Emblu snýst m.a. um hönnun, umbrot, tæknilegan frágang, prentun og bókband á tímariti, og hér á eftir segir undirritaður frá vinnslu á því.

Vinnla á Emblu hófst með hugmyndavinnu og efnisvali. Fyrir lá að blaðið ætti að vera lífsstílstímabirt og að efni blaðsins þyrfti að taka mið af því. Með það í huga voru efnisflokkarnir matur, heilsa, tíska, menning og heimili  fyrir valinu.
 

Þvínæst var hafist handa við að safna efni í Emblu en þar voru hæg heimatökin þar sem undirritaður hefur  starfað sem blaðamaður um árabil og fékk leyfi vinnuveitenda og viðmælenda til að endurbirta efni eftir sig í tímaritinu. Auk þess er að finna í blaðinu leiðara þar sem farið er yfir efnið, efnishaus og opnu með stuttri kynningu á undirrituðum.

 

Greinarnar voru styttar og allur texti þvínæst yfirfarinn af prófarkalesara áður en hann fór í tímaritið.

Búið var til skjal í Indesign, 20,5 x 28,5 cm, og efnum raðað inn á síður eitt af öðru en þar var haft til hliðsjónar sérstakt síðuplan fyrir tímaritið sem nemandi hafði sett upp.

Innsíður - umbrot

Við vinnslu tímaritsins voru gerðar kröfur um nokkur atriði. Í tímaritinu skyldi m.a. vera efnislyfirlit. Var það sett upp í „table of contents“. í Indesign en þess gætt að aðgreina það í útliti frá hefðbundnu efnislyfirliti í bókum, m.a. með því að setja blaðsíðutöl fyrir framan heiti á greinum.

Þá var tafla gerð með töflutóli í InDesign til að uppfylla kröfur og brugðið á það ráð að setja mataruppskrift í töflun.

embla_rett_finalB_Page_09.jpg
embla_rett_finalB_Page_14.jpg

Ein rammaklausa með ljósmynd, vel aðgreind frá öðru efni m.a. með lituðum bakgrunni, var komið fyrir í tímaritinu samskvæmt settum skilyrðum.

Þá var sérstök grein, þar sem unnið er með negatívt letur í meginmáli, sett í tímaritið.

Letur

Texti blaðsins er allur í sérstökum stílsniðum. Of langt má er að telja öll upp en hér eru nokkur.

 

Meginmál: Univers 45 light – 9 pt letur á 13 pt leturfæti.

 

Meginmál negatívt: Univers 55 roman – 9/13 pt.

Millifyrirsagnir: Univers 65 bold – 9/13 pt. – baseline shift 1 pt. – space before 13 pt.

 

Fyrirsagnir: Bebas Neue Book - í ýmsum stærðum.

 

Inngangar: Acumin Variable Concept - í ýmsum stærðum.

 

Þess má geta að reynt var að samræma útlit tímaritsins eftir bestu getu svo lesendur upplifi tímaritið sem eina held. Þetta var m.a. gert með vali á litum, notkun á letri og almennu umbroti, þannig að þótt síðurnar séu vissulega ólíkar þá tali þær saman.

Myndritstjórn og myndvinnsla

Þá er komið að ljósmyndunum. Gerð var krafa um að á innsíðum tímaritsins skyldu vera að lágmarki 10 og að hámarki 35 pixlamyndir, a.m.k. kosti ein grátónamynd (grayscale), eina grátóna RGB mynd og ein litmynd.

Á innsíðum blaðsins eru samtals 23 ljósmyndir sem uppfylla ofangreind atriði og eru þær unnar eftir kúnst-
arinnar reglum í Photoshop (settar í rétta prófíla og stærð og unnið með kontrast, birtu, skerpu ofl.). Unnar í samráði við kennara.

 

Auk þess eru þrjár þeirra notaðar aftur með efnisyfirliti.

 

Þá eru óupptaldar myndir sem eru notaðar í auglýsingar sem verður nú vikið að.

forlagid_Jan 2021 4.jpg
Valur_L4A5285-Edit.jpeg
ragnhildursteinunn.jpg
rve_grafia.jpg

Auglýsingar

Í tímaritinu er að finna fimm auglýsingar. Þrjár heilsíðuauglýsingar eru á kápu. Hálfsíðuauglýsing er að finna á neðri hluta bls. 7 og eins dálka auglýsingu x hæð blaðsins á bls. 13.

Heilsíðuauglýsingarnar þrjár voru unnar í Indesgin og Photoshop fyrir IÐUNA, Grafíu og Litlaprent. Þar var eftir fremsta megni reynt að uppfylla kröfur fyrirtækjanna og aðgreina auglýsingarnar vel frá hver annarri og efni tímaritisins.

Sú ákvörðun var tekin að hafa auglýsingar stílhreinar með einföldu myndmáli og skýrum skilaboðum sem fanga athyglina og undirstrika sérstöðu fyrirtækjanna.

Auk þess sem stuðst var við einkennisliti hvers fyrirtækis fyrir sig við gerð auglýsingana og að einhverju leyti notast við þær leturgerðir sem fyrirtækin vinna með í sínum lógóum ofl.

Hinar auglýsingarnar eru unnar í sömu forritum, Indesign og Photoshop.

Hálfsíðuauglýsingin er unnin með hliðsjón af lokaverkefni fyrri annar á sérsviði, svokölluðum „fyrirtækjapakka“, þar sem nemendur fengu það verkefni að hanna pakka fyrir ímyndað fyrirtæki.

rve_litlaprent.jpg

 

Eins dálka auglýsing er aftur á móti unnin upp úr fyrsta verkefninu á fyrri önn, „andlit (ímyndaðs) fyrirtækis“ og hugsuð sem endurbirting. Í báðum tilvikum eru skýr skilaboð og lýsandi myndmál höfð í fyrirúmi.

 

Fjórar hefðbundar ljósmyndir eru notaðar í fjórum af fimm auglýsingum og bitmap í einni þeirra.

Hönnun forsíðu

Loks er það sjálf kápan. Útlit hennar er haft í anda innsíðna og efnistök gefin til kynna með vísan í efnisflokka undir ljósmynd.

Ljósmyndinni sjálfri er ætlað að vekja ákveðin hughrif og fanga anda tímaritsins, sýna að hér sé á ferð nýtt og töff lífsstílstímarit með áhugaverðu efni og fallegum ljósmyndum.

timarit_rve12.jpg
timarit_rve13.jpg

Tæknilegur frágangur

Allar 16 blaðsíðurnar voru unnar á prentforma. Prentast beggja vegna á Richo samkvæmt fyrirmælum, átta formar með litaborða á pappírsstærð er 46 x 32 cm.

 

Prentið voru tvö eintök, annað hreinskorið og brotið og hitt óskorið.

 

Miða var við heftingu í kjöl. Mælt á prentborða á útprentun með þekjumæli.

Efst

bottom of page